Auglýsingar á netinu vs samfélagsmiðlum

Share This Story

Að auglýsa eða markaðssetja sig á netinu getur verið flókið ferli fyrir þá sem þekkja ekki til. Við hjá Auglysa.is ætlum aðeins að fara yfir muninn á t.d. greiddum Google auglýsingum vs greiddum Facebook auglýsingum.

Þegar ákveða hverju skal áorkað með þínum stafrænu auglýsingum að þá er gott að skoða hvort að auglýsa á Google, Facebook eða bæði henti þinni markaðssetningu.

Ef við súmmum upp og brjótum niður helsta muninn á milli þess að markaðssetja sig á Google vs Facebook að þá er hann þessi í sinni einföldustu mynd:

Google birtir niðurstöður og auglýsingar eftir því hverju þú leitar að (hvaða texta / leitarorði þú slærð inn í leitarvélina) að á meðan að Facebook fer eiginlega hina leiðina og finnur þig! Þ.e.a.s. auglýsandi getur targetað þig eftir áhugamálum (likes / interest), aldri, staðsetningu, kyni ofl en þetta er allt upplýsingar sem Facebook heldur utan um svo að auglýsendur geti nálgast þig.

Þó svo að þessi einföldun á mjög flóknu máli láti það líta þannig út að Facebook auglýsingar séu málið að þá er vert að benda á að þetta eru tveir stærstu auglýsingamiðlarnir í heiminum og þó svo að Google auglýsingar geti ekki beint targetað þig sem persónu eftir áhugamáli (eins og Facebook getur gert með því að þú kannski ert í grúbbu á Facebook um Ketó og þú ert búinn að líka við einhverjar LKL uppskriftir) en það sem Google getur aftur á móti gert er að ná til þeirra sem eru að leita að þinni vöru eða þjónustu og ef við höldum áfram með Ketó / Low Carb sýnidæmið að þá myndi Google t.d. birta þína auglýsingu hjá þeim sem eru að leita að Ketó / LKL vörum, uppskriftum, ráðum osfrv.. Þannig í raun eru þetta algjörlega tveir ólíkir pólar í markaðssetningu en saman ná þeir til stórs markhóps á ólíkan hátt.

Einnig er vert að nefna að með því að nota Facebook og Google saman er auðvelt að retargeta tilvonandi kúnna frá Google yfir á Facebook.

Ef þú vilt byrja að auglýsa á netinu – heyrðu þá endilega í okkur og við finnum út réttu lausnina og þjónustum þig alla leið.

News & Blog

Related articles

No posts found!

Newsletter

Subscribe To Our Newsletter To Get The Latest Updates

Subscription Form