Facebook vs. Instagram fyrir þitt fyrirtæki

Facebook Auglýsingar vs Instagram Auglýsingar

Þegar stórt er spurt, á ég að vera á Facebook eða Instagram? Þá er margt sem þarf að hafa í huga. Síðustu 15 ár hefur Facebook endurskilgreint almenna markaðssetninu fyrir fyrirtæki með því að bjóða upp á kostaðar auglýsingar. Talið er að um 93% íslendinga séu á Facebook og því eflaust það fyrsta sem kemur í huga þegar hugað er að auglýsingum á samfélagsmiðlum. Ef litið er á sögu Facebook hefur ansi margt breyst frá því að það var stofnað. Þó svo að Facebook hafi opnað fyrir kostaðar auglýsingar árið 2007 eru það ekki nema síðustu 5 ár sem íslensk fyrirtæki hafa verið að nýta sér þessa aðferð í markaðssestningu. Máttur Facebook er ótrúlegur ef hann er notaður rétt. Mörg fyrirtæki átta sig í raun og veru ekki á hversu öflugt tól Facebook getur verið og fara margir þá leið að kaupa sér utanaðkomandi þjónustu til að markaðssetja fyrir sig á samfélagsmiðlum.

En er Facebook nóg? Undanfarin ár hefur Instagram stigið rækilega upp enda keypti Mark Zuckerberg eigandi Facebook Instagram árið 2012. Í dag er hægt að tengja auglýsingar frá Facebook yfir á Instagram og öfugt. Þá kemur kannski spurningin, verð ég að vera bæði á Facebook og Instagram?Svarið er hvorki já eða nei. Til að fyrirtæki geti áttað sig á því hvaða samfélagsmiðli það eigi að vera á þarf það að vita hver er sinn markhópur og hvert er markmiðið með auglýsingunum þar sem bæði hegðun og aldur notenda á Facebook og Instagram er mismunandi.

Teknar voru saman tölur um kyn og aldur á báðum miðlum og er áberandi munur á milli þessara miðla, þarf því að hafa það í huga þegar auglýsing er sett af stað.

Einnig þarf að hafa í huga hvort tilvonandi viðskiptavinur sé að sjá auglýsingarnar í síma, ipad eða tölvu og útfæra auglýsinguna útfrá því.
Til að geta áttað þig á því hvaða miðill hentar þínu fyrirtæki þarft þú vita hver markhópurinn þinn er og útfrá því ákveða hvort það sé bara Facebook, Facebook og Instagram eða bara Instagram.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin