Facebook vs. Instagram fyrir þitt fyrirtæki

Share This Story

Þegar stórt er spurt, á ég að vera á Facebook eða Instagram? Þá er margt sem þarf að hafa í huga. Síðustu 15 ár hefur Facebook endurskilgreint almenna markaðssetninu fyrir fyrirtæki með því að bjóða upp á kostaðar auglýsingar. Talið er að um 93% íslendinga séu á Facebook og því eflaust það fyrsta sem kemur í huga þegar hugað er að auglýsingum á samfélagsmiðlum. Ef litið er á sögu Facebook hefur ansi margt breyst frá því að það var stofnað. Þó svo að Facebook hafi opnað fyrir kostaðar auglýsingar árið 2007 eru það ekki nema síðustu 5 ár sem íslensk fyrirtæki hafa verið að nýta sér þessa aðferð í markaðssestningu. Máttur Facebook er ótrúlegur ef hann er notaður rétt. Mörg fyrirtæki átta sig í raun og veru ekki á hversu öflugt tól Facebook getur verið og fara margir þá leið að kaupa sér utanaðkomandi þjónustu til að markaðssetja fyrir sig á samfélagsmiðlum.

En er Facebook nóg? Undanfarin ár hefur Instagram stigið rækilega upp enda keypti Mark Zuckerberg eigandi Facebook Instagram árið 2012. Í dag er hægt að tengja auglýsingar frá Facebook yfir á Instagram og öfugt. Þá kemur kannski spurningin, verð ég að vera bæði á Facebook og Instagram?Svarið er hvorki já eða nei. Til að fyrirtæki geti áttað sig á því hvaða samfélagsmiðli það eigi að vera á þarf það að vita hver er sinn markhópur og hvert er markmiðið með auglýsingunum þar sem bæði hegðun og aldur notenda á Facebook og Instagram er mismunandi.

Teknar voru saman tölur um kyn og aldur á báðum miðlum og er áberandi munur á milli þessara miðla, þarf því að hafa það í huga þegar auglýsing er sett af stað.

Einnig þarf að hafa í huga hvort tilvonandi viðskiptavinur sé að sjá auglýsingarnar í síma, ipad eða tölvu og útfæra auglýsinguna útfrá því.
Til að geta áttað þig á því hvaða miðill hentar þínu fyrirtæki þarft þú vita hver markhópurinn þinn er og útfrá því ákveða hvort það sé bara Facebook, Facebook og Instagram eða bara Instagram.

News & Blog

Related articles

No posts found!

Newsletter

Subscribe To Our Newsletter To Get The Latest Updates

Subscription Form