Auglýsa.is - stafræn auglýsingastofa

  • Auglýsingastofan Auglýsa.is er skilvirk og sanngjörn stafræn auglýsingastofa sem vill búa til langtímasambönd við sína viðskiptavini. Við erum með viðskiptavini í ferðaþjónustu, smásölu (netverslun) og almennri þjónustu. 

  • Þegar við segjum að við höfum samanlagt áralanga reynslu af allskyns markaðssetningu á ýmsum miðlum erum við ekki að ýkja. Í námi okkar snertum á ýmsum flötum, allt frá viðskiptanámi yfir í sagnfræði.

  • Við höfum séð um markaðssetningu netverslana af ýmsum stærðum og höfum sjálf rekið netverslanir svo við þekkjum þann heim. Við vitum hvernig það er að taka fyrstu skrefin og þekkjum óöryggið við hvaða skref sé best að taka. Við höfum unnið að ýmis konar herferðum, allt frá því að byrja litlar netverslanir frá grunni yfir í kosningarherferðir (að vinna við framboð forseta vor var góður skóli). Við höfum einnig reynslu af markaðssetningu í ferðaþjónustu og þekkjum því „landslagið“ ef svo má segja.

  • Við höfum m.a.s. unnið að uppsetningu safns sem krafðist gríðarlegrar verkefnastýringar sem og fjölbreytilegrar framsetningar á ýmsu efni, við þurftum að hugsa út fyrir kassann og var dýrmæt og skemmtileg áskorun. Við höfum einnig unnið við blaðamennsku, prófarkalestur, þýðingar, vefsíðugerð, leitarvélabestun, hraðavélabestun og meira að segja síld- og loðnuvertíð; við höfum bókstaflega dýft hendi í kalt vatn!

  • Við höfum komið víða við. Við þekkjum landslagið.
    Við vitum hvað þetta getur verið yfirþyrmandi.
    Leyfðu okkur að koma þér á framfæri.